Ísland er að undirbúa erlenda skuldabréfaútgáfu og hefur ráðið til þess Barclays, Deutsche Bank, JPMorgan Chase og Citigroup. Gefin verða út skuldabréf í evrum til sex ára. Um er að ræða fyrstu er­lendu skulda­bréfa­út­gáfu rík­is­sjóðs í tvö ár, að því er seg­ir í frétt Fin­ancial Times.

Ísland þarf að greiða sínar skuldir gagnvart AGS árið 2015 og 2016 og lánin sem fengust frá Norðurlöndum milli áranna 2019-2021.

Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu mun ráðherra ekki tjá sig um málið að sinni.