Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Verizon hefur tilkynnt að kauptilboð þess að fjárhæð 4,4 milljarða dala í AOL hefur verið samþykkt, að því er fram kemur á vef BBC News .

Fjárhæðin jafngildir rúmum 580 milljörðum íslenskra króna. Verizon greiðir 50 dali á hlut, en inni í samningnum er eignarhald á Huffington Post, Techcrunch, Engadget, Makers og AOL.com.