Bandríska símafyrirtækið Verizon hefur fest kaup á öllum internet rekstri Yahoo og nemur kaupverðið 4,48 milljörðum dollara. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækin sendu frá sér fyrir stuttu.

Í kjölfarið á kaupunum mun Marissa Mayer forstjóri Yahoo láta af störfum. Nemur upphæð starfslokasamnings hennar 23 milljónum dollara.

Yahoo og AOL dótturfyrirtæki Verizon verða sameinað í eitt fjölmiðlafyrirtæki undir nafninu Oath. Markmiðið með kaupum Verizon er að nota markaðshlutdeild Yahoo til að geta keppt við fyrirtæki á borð við Facebook og Yahoo um hlutdeild á vefauglýsingamarkaði.