*

miðvikudagur, 23. september 2020
Erlent 16. apríl 2019 12:51

Verja 12 tíma vinnudag með kjafti og klóm

Kínverskir milljarðamæringar lýsa yfir hrifningu á 12 klukkustunda vinnudegi, 6 daga vikunnar.

Ritstjórn
Jack Ma.
epa

Kínverski milljarðamæringurinn og einn af stofnendum netverslunarrisans Alibaba, Jack Ma, hefur lýst yfir hrifningu sinni á vinnudegi sem nær frá níu um morguninn til níu á kvöldin, sex daga vikunnar. Er þetta skipulag kallað „996 kerfið“ og er tekist harkalega á um ágæti þess í kínverskum fjölmiðlum. BBC greinir frá.

Fyrrnefnt kerfi krefst ansi mikils vinnuframlags frá starfsmönnum og nemur heildarfjöldi vinnustunda í hverri viku 72 klukkustundum. Til samanburðar er lengd hefðbundinnar vinnuviku hér á landi um 40 klukkustundir.  

Á dögunum viðraði Ma áhyggjur sínar af því að án kerfisins myndi efnahagur Kína vera líklegur til að missa þrótt. Þá segir hann kerfið vera „blessun.“

Kollegi Ma í tæknigeiranum, Richard Liu, sem stýrir netverslunarrisanum JD.com, tekur undir skoðun hans á kerfinu. 

Stikkorð: Kína Kína Jack Ma vinna Richard Liu