*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 28. nóvember 2013 11:52

Verja heilli landsframleiðslu Íslands í markaðssetningu

Búist er við því að Samsung verji 1700 milljörðum króna í markaðssetningu í ár.

Ritstjórn
Armbandsúr frá Samsung.

Búist er við því að Samsung Electronics verji um 14 milljörðum bandaríkjadala, um 1700 milljörðum króna, í markaðssetningu á þessu ári. Í erlendum fjölmiðlum, meðal annars Guardian, er sagt frá því að þetta sé meira en öll landsframleiðslan á Íslandi í ár. 

Markaðsverðmæti Samsung nemur 227 milljörðum. Guardian segir að fyrirtækið ætli að halda úti mjög miklu markaðs- og kynningarstafi á næstinu til þess að vörumerkið verði jafn þekkt og Apple. 

Guardian segir að mikill fjáraustur í markaðssetningu skili þó ekki alltaf góðri niðurstöðu. Stuttmyndahátíð sem Samsung kostaði og fór fram í Óperuhúsinu í Sidney í síðasta mánuði hafi til dæmis ekki heppnast mjög vel. 

Stikkorð: Samsung