Lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall hafa boðað til blaðamannafundar í dag í tengslum við Al Thani-málið svokallaða. Þeir eru verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, eins af helstu hluthöfum bankans. Ekki er tekið fram í boðun á fundinn hvert málið er að öðru leyti.

Verjendur ákærðu í Al Thani-málinu vildu fresta aðalmeðferð í málinu sem hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag svo þeir fengju tíma til að bregðast við nýjum göngum  í málinu. Héraðsdómur synjaði þessari kröfu á sínum tíma og vísaði Hæstiréttur henni frá í síðustu viku.

Al Thani-máli snýst um kaup arabíska fjárfestisins Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi