Verjendur sakborninga í Baugsmálinu áttu sinn dag fyrir rétti í gær og lögðu einkum áherslu á að gagnrýna málsmeðferð saksóknara.

Töldu þeir málsmeðferðina ekki réttláta og kvartaði Gestur Jónsson meðal annars undan skjalaflóði málsins og taldi ákæruvaldið hafa lagt þau seint fram.

Settur ríkissaksóknari taldi hins vegar einkennilegan brag á þeim málflutningi, þó hann skildi að verjendum þætti óþægilega mikið af sönnunargögnum í málinu.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .