Sýningin Verk og vit hefur verið aflýst í ár sökum heimsfaraldursins. Hátíðin átti að fara fram 15.-18. október í Laugardal en í staðinn mun hún fara fram 15-18. apríl 2021.

Hátíðin hefur skipað sér sess sem uppskeruhátíð bygginga- og mannvirkjageirans en ástæða aflýsingar er sögð vera vegna samkomutakmarkana sem nú eru í gildi auk þeirri þróunar sem er á seinni bylgja heimsfaraldursins.

Fjöldatakmarkanir eru miðaðar við 100 manns og eru reglurnar almennt gefnar út til tveggja vikna í senn. Fram kemur að sýningarhaldari og sýnendur þurfi lengri tíma til undirbúnings.

Árið 2018 var sett aðsóknarmet þegar um 25.000 manns sóttu sýninguna þar sem yfir 100 sýnendur kynntu vörur sínar og þjónustu.

Sýningin er ætluð þeim sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð á ýmsum stigum. Meðal sýnenda á Verk og vit eru byggingarverktakar, verkfræðistofur, menntastofnanir, fjármála- og ráðgjafafyrirtæki, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki og sveitarfélög.