Sýningin Verk og vit, sem hefur það að markmiði að kynna og sýna það nýjasta í íslenskum byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð, hefst í dag þann 3. mars og stendur til 6. mars.

Á sýningunni verða kynntar vörur, þjónusta og tækninýjungar á fyrrnefndum sviðum. Sýningin er góður grundvöllur fyrir viðskipti fagaðila og aukningu vitundar almennings um byggingar- og skipulagsmál og mannvirkjagerð.

Þetta er í þriðja sinn sem Verk og vit er haldin, en síðast var hún haldin árið 2008. Þá sóttu um 18 þúsund gestir Laugardalshöll og um 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu starfsemi sína.

Sérstakt blað um Verk og vit kom út með Viðskiptablaðinu í morgun. Blaðið inniheldur ítarleg viðtöl við verkfræðinga og skipulagsaðila. Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nálgast blaðið með því að smella hér.