„Ég byrjaði að beita hjá pabba þegar ég var 12 ára gamall. Það var fyrsta vinnan og ég var með fjóra bala á móti bróður mínum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, spurður um fyrstu störfin.

Hann heldur áfram:

„Síðan var ég 13 ára gamall þegar ég byrjaði á Eyrinni hjá Heimaskaga. Þar var aðalvinnan saltfiskur og að hengja upp skreið fyrir Nígeríumarkað. Þetta var alvöru vinna. Þetta voru bæði krefjandi störf og gjaldeyrisskapandi ef þannig má að orði komast,“ segir hann.