Nýtt félag innan Starfsgreinasambands Íslands, Verkalýðsfélag Snæfellinga, var stofnað þann 22. október s.l. með sameiningu stéttarfélaganna þriggja á Snæfellsnesi; Verkalýðsfélags Stykkishólms, Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar í Grundarfirði og Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar í eitt félag.

Þetta kemur fram á vef Starfsgreinasambandsins.

Þar kemur fram að nýja félagið á aðild að Starfsgreinasambandinu með um níu hundruð félagsmenn á starfsgreinasviðum þess, þar af starfa um 600 þeirra í fiskvinnslu.

Auk þess á félagið aðild að Sjómannasambandi Íslands og Landssambandi verslunarmanna.

Formaður hins nýja félags er Þorsteinn Sigurðsson, Stykkishólmi en Sigurður A Guðmundsson, Snæfellsbæ er varaformaður.

Félagið hefur aðsetur í Snæfellsbæ auk þess sem skrifstofur eru opnar í Grundarfirði og í Stykkishólmi.