Verkalýðsfélög í Nígeríu hafa kallað eftir allsherjarverkfalli í landinu til að mótmæla ákvörðun nígerískra stjórnvalda um að hækka bensínverð. Í tilkynningu sem verkalýðsfélögin sendu frá sér kemur fram að verkfallið muni vara þangað til að ríkisstjórn landsins dragi ákvörðun sína til baka. Verkfallið mun hefjast á miðvikudaginn og nær til fimm milljóna manna, meðal annars starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í landinu.