Evrópudómstóllinn kvað í fyrradag upp dóm í svokölluðu Ruffert-máli. Niðurstaða dómstólsins var að tiltekin þýsk lagaregla um lágmarkslaun við opinberar framkvæmdir er talin brjóta gegn ákvæði 49. gr. Rómarsáttmálans sem kveður á um frjáls þjónustuviðskipti.

Samkvæmt þýskum lögum um opinber útboð mátti greiða pólskum starfsmönnum undirverktaka sem þýskur verktaki fékk til verksins, sem var bygging fangelsis, lægri laun en þýskum verkamönnum.

Samkvæmt frétt ASÍ um málið er það mat evrópsku verkalýðshreyfingarinnar að Evrópudómstóllinn sé enn að takmarka heimildir aðildarríkjanna til að stýra vinnumarkaði sínum og verja hann gegn félagslegum undirboðum.