Fimm sækjast efir formannsembættinu en Gordon Brown lýsti þvi yfir að loknum kosningum í vor að hann myndi hætta. Telja fréttaskýrendur að baráttan standi milli bræðranna David og Ed Miliband. Atkvæðagreiðsla um nýjan formann breska Verkamannaflokksins hófst í gær. Atkvæðagreiðslan er flókin en má segja að kosningin sé þríþætt. Almennir flokksmenn ráða yfir yfir 1/3 hluta atkvæða, þingmenn hans sömuleiðis og verkalýðshreyfingin. Úrslitin munu liggja fyrir í lok mánaðarins.