Gerrit Koch
Gerrit Koch
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Erlendir og innlendir sérfræðingar í verkefnastjórnun miðla af þekkingu sinni og reynslu á árlegri haustráðstefnu Verkefnastjórnunarfélags Íslands á fimmtudag. Félagið var stofnað árið 1984 í því augnamiði að leiða þróun og eflingu verkefnastjórnunar á Íslandi.

Á meðal fyrirlesara eru Gerrit Koch (sem hér sést á myndinni), yfirmaður verkefnastofns (e. Program Director) hjá Van Aetsveld í Hollandi, ráðgjafafyrirtæki í breytinga- og verkefnastjórnun, og jafnframt einn af ritstjórum International Journal of Project Management, dr. .Daniel Baumann, prófessor í háskólanum í Wageningen í Hollandi og formaður svissneska verkefnastjórnunarfélagsins, dr. Helgi Þór Ingason, forstöðumaður í Meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík, dr. Haukur Ingi Jónasson, sálgreinir, ráðgjafi og kennari í MPM við Háskólann í Reykjavík, Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, og Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu True North.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Verkefnastjórnunarfélagsins