Tekjur Íslenskrar erfðagreiningar námu tæpum 17 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um yfir fimmtung.

Hagnaður nam 1,8 milljörðum og jókst um 385 milljónir.

Verktakavinna fyrir hóp breskra rannsakenda sem hófst árið 2019 kláraðist að miklu leyti á síðasta ári, sem er í ársreikningi sagt skýra tekjusamdráttinn.

Eigið fé nam 8,8 milljörðum í árslok og eiginfjárhlutfall var 70%. Greidd laun námu 2,8 milljörðum og stóðu svo til í stað, en ársverkum fækkaði um 9 í 221.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.