ESÍ hefur ráðið Summu rekstrarfélag hf. til að sjá um stýringu eigna félaganna sem og önnur tengd verkefni. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um hvort verkefnið hafi verið boðið út segir að þar sem verkefnið sé viðkvæmt sökum stærðar og mögulegra áhrifa á markaðsverð skuldabréfa hafi ekki verið talið æskilegt að fara í útboð á verkefninu.

Viðbrögð aðila á markaði við þeirri ákvörðun að bjóða ekki út verkefnið eru blendin. Meirihluti þeirra sem Viðskiptablaðið hefur rætt við er ósáttur við að verkefni af þessari stærðargráðu hafi ekki verið boðið út, hvort sem það hefði verið í opnu útboði eða lokuðu útboði fyrir ákveðinn hóp fyrir­ tækja. Ljóst er að tekjur af eignaumsýslu af þessari stærðargráðu geta verið umtalsverðar, þótt ekki liggi fyrir hvernig þóknun Summu verður reiknuð út. Á móti kemur að sumir viðmælendur Viðskiptablaðsins segja að óþarfi sé að bjóða út öll verkefni í fjármálageiranum. Það sem skipti mestu máli sé að finna aðila sem valdi verkefninu og verði þar að líta til sértækrar þekkingar og reynslu. Séu þeir fleiri en einn geti verið rétt að ræða við þá alla, en það sé röng nálgun að horfa bara í það hvaða aðili býður lægsta verðið.

Hvað varðar þóknunina sem Summa rekstrarfélag hf. hlýtur fyrir verkefnið þá segir í svari Seðlabankans að að svo stöddu sé ekki hægt að upplýsa um kostn­ aðinn þar sem endanleg útfærsla liggi ekki fyrir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.