Þegar horft er til framtíðar segir Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að það séu mörg verkefni sem hann telji að lífeyrissjóðirnir geti komið að.

„Töluvert hefur verið rætt um aðkomu þeirra að Landsvirkjun og ég held að þar hættr fólki til að láta tilfinningarökin yfirgnæfa allt annað. Aldrei hefur verið rætt um annað en að ríkið myndi halda eftir meirihluta í fyrirtækinu og í krafti þess meirihluta hefði ríkið öll völd til að stýra framkvæmdum og verðlagningu. Minnihlutaeigendurnir gætu ekkert gert einir og sér. Þá má vel hugsa sér að þátttaka í útboði yrði takmörkuð við íslenska stofnanafjárfesta og að sett yrðu takmörk á framsal á þeim eignarhlutum sem seldir eru.“

Segir hann að kaup lífeyrissjóðanna á hlut í Landsvirkjun væri verkefni sem allir myndu græða á, sjóðirnir, Landsvirkjun og ríkissjóður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.