*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 21. apríl 2015 11:25

Verkfall 10 þúsund félagsmanna SGS hefst í næstu viku

Næstum 95% félagsmanna Starfsgreinasambandsins samþykktu verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Verkfallsaðgerðir rúmlega 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefjast í næstu viku. Félagsmenn SGS samþykktu aðgerðirnar með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Verkfall félagsmanna SGS hefst því fimmtudaginn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Eftir það taka við regluleg sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí.

Kosið var í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins um tvo aðalkjarasamninga, niðurstöður skipt eftir aðildarfélögum og samningum má sjá á vef Starfsgreinasambandsins.