Þúsundir ríkisstarfsmanna munu að óbreyttu hefja verkfall á miðnætti í kvöld ef ekki nást samningar við stjórnvöld.

Stjórn SFR ályktaði í gær hún segist lýsa yfir „verulegum áhyggjum yfir því ófremdarástandi sem nú ríkir vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í kjaradeilu félagsmanna SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna“. Stjórn SFR seir að stéttarfélögin krefjist sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn

Meðal þeirra stofnanna sem verkfallið mun hafa áhrif á eru verslanir ÁTVR, Háskóli Íslands, Landspítalinn (LSH), Ríkisskattstjóri og Sýslumannsembættin.