Fyrstu félagsmenn BHM munu fara í verkfall á þriðjudaginn en næsti fundur samninganefnda ríkisins og BHM í kjaradeilu aðildarfélaga bandalagsins er ekki boðaður fyrr en á miðvikudaginn. Þessu greinir Fréttablaðið frá í morgun. Páll Halldórsson, formaður BHM, gagnrýnir að ekki verði fundað í deilunni fyrr en eftir að verkföll hefjast. Hann segir jafnfram í samtali við Fréttablaðið að þeir hafi krafist þess að menn legðust yfir þessari deilu til að finna lausnir áður en til verkfalla kæmi en að ríkið væri ekki tilbúið til þess.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum munu að öllu óbreyttu allir geislafræðingar nema þeir sem starfa á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar fara í allsherjarverkfall, sem og dýralæknar og lífeindafræðingar.

Verkfall geislafræðinga mun hafa víðtæk áhrif í heilbrigðiskerfinu, til mynda á Landspítalanum. Geislafræðingar vinna til dæmis allar myndgreiningarrannsóknir og sinna geislameðferð sjúklinga.