*

mánudagur, 20. janúar 2020
Innlent 21. nóvember 2017 14:24

Verkfall flugliða dæmt ólögmætt

Félagsdómur segir fyrirhugað verkfall flugliða hjá Primera Air ólögmætt, en flugliðarnir starfa fyrir félag á Guernsey.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Félagsdómur hefur dæmt vinnustöðvun Flugfreyjufélags Íslands sem hefjast átti ótímabundið föstudaginn komandi meðal flugliða flugfélagsins Primera Air, en upphaflega hafði vinnustöðvunin verið boðuð 9. maí og þá átti hún að hefjast 15. september.

Meðlimir Flugfreyjufélags Ísland samþykktu atkvæðagreiðsluna í atkvæðagreiðslu, en Primera Air telur vinnustöðvunina ólögmæta þar sem flugliðarnir væru ekki starfsmenn félagsins heldur leigðar því af félagi á Guernsey.

Einnig bendir Primera Air á að félagið sé erlent félag og starfsemi þess ekki skráð hér á landi, og því ekki unnt að beita þvingunaraðgerðum samkvæmt íslenskum vinnumarkaðslögum. Loks segir Primera Air að formskilyrði atkvæðagreiðslunnar hafi verið ábótavant og ekki í samræmi við lög.

Félagsdómur segir vinnustöðvunina þó vera ólögmæta á þeirri forsendu að ekki hefði verið farið fyrst með kjaradeiluna inn á borð hjá Ríkissáttasemjara og reynt að leysa úr henni þar fyrst.