*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 10. mars 2015 15:20

Verkfall hefur áhrif á Íslandsflug

Verkfallsaðgerðir flugmanna Norwegian standa yfir og féll ferð flugfélagsins til Íslands niður í dag.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Stór hluti flugmanna norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian hefur verið í verkfalli nær allan marsmánuð. Félagið flýgur til Íslands þrisvar í viku en hingað til hefur verkfallið ekki haft áhrif á flug hingað. Á því varð hins vegar breyting í dag þegar ferð félagsins hingað til lands var felld niður. Túristi greinir frá þessu.

Þar er greint frá því að verkfallið hafi nú þegar riðlað ferðaáætlunum 150 þúsund flugfarþega, en flugfélaginu ber þá skylda til þess að koma fólki á áfangastað með öðrum leiðum eða endurgreiða miða. 

Stikkorð: Norwegian