Breska matvöruverslunarkeðjan Iceland, sem er að hluta til í eigu Baugs og annarra íslenskra fjárfesta, gæti þurft að glíma við starfsmannaverkfall í miðri jólaversluninni, segir í frétt breska dagblaðsins The Daily Mail.

Starfsmenn dreifingarmiðstöðvar félagsins í Enfield segjast styðja verkfallstillögur þar sem laun hafa verið fryst og getur það haft áhrif á hundruðir verslana í Mið- og Suður-Englandi, segir í fréttinni.

Góð afkoma yfir jólamánuðina hefur mikil áhrif á heildarafkomu smásöluverslana. Ekki náiðst í talsmenn Iceland-verslunarkeðjunnar.