*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 10. ágúst 2018 11:57

Verkfall hjá Ryanair raskar sumarfríum

Flugmenn Ryanair í 5 löndum lögðu niður störf í dag. Við það röskuðust ferðalög um 55 þúsund manns.

Ritstjórn
Hið írska Ryanair er stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu.
epa

Flugmenn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair lögðu niður störf í dag í alls fimm löndum. Verkalýðsfélög, sem Ryanair samþykkti aðeins fyrir síðustu jól að viðurkenna og semja við, eru ósátt við hægagang flugfélagsins í samningum.

Ferðalög um 55 þúsund manns röskuðust vegna verkfallsins, en félagið hafði tilkynnt um aflýsingar um 400 fluga á síðustu dögum. Búist var við að flug um 42 þúsund manns í Þýskalandi einu saman myndu raskast, en meirihluti farþega var færður í önnur flug félagsins, og þeim sem eftir stóðu var ýmist beint annað eða þeim endurgreitt.

„Það sem mér finnst óréttlætanlegt er að flugmenn þurfi að taka á sig skert kjör af því að fólk vill fljúga ódýrt,“ sagði viðmælandi Reuters á Frankfurt-flugvellinum í Þýskalandi. „Það er óheppilegt að þetta sé að gerast þegar fólk er að fara í sumarfrí, en þetta er eina úrræðið sem þeir hafa.“

Samningamaður fyrir þýska verkalýðsfélagið VC sagði flugmenn þurfa að undirbúa sig fyrir „mjög langa baráttu“, og sá fram á marga mánuði af samningaviðræðum áður en niðurstaða næðist.

Stikkorð: Ryanair verkfall flugmenn
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is