Fundur samningamanna framhaldsskólakennara og ríkisins stendur nú yfir, en hann var boðaðu kl. 10, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins .

Náist ekki samningar hefst verkfall á mánudaginn í flestum framhaldsskólum.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólakennara að viðræðurnar haldi áfram um helgina og að þær muni leiða í ljós hvort til verkfalls komi eða ekki.