Félagsdómur úrskurðaði í gær að boðað verkfall náttúrufræðinga á Landspítalanum, sem átti að hefjast í dag, væri ólöglegt og verður því ekki af því.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að verkfallið hefði náð til um 70 manns sem starfa á sjúkrahúsinu. Fyrr um daginn hafði slitnað upp úr kjaraviðræðum náttúrufræðinga við spítalann, en krafa þeirra er um að nýr stofnanasamningur leysi af hólmi eldri samning frá 2001.