Leiðtogar stærstu verkalýðshreyfinga Breta hafa hvatt þá sem starfa við undirbúning Ólympíuleikanna 2012 til að fara í verkfall í því skyni að trufla undirbún­ing íþróttahátíðarinn­ar.

Nú styttist óðum í stóru stundina en í vikunni vöktu Bretar athygli á að 150 dagar væru í upphaf leikanna. Þetta var gert með risavaxinni útgáfu af merki Ólympíuleikanna sem flaut á ánni Thames í London síðastliðinn þriðjudag.

Verkalýðshreyfingin vill með verkföllunum mót­ mæla niðurskurði í Bretlandi. Forsvarsmaður hreyfingarinnar sagði í samtali við dagblaðið Guardian niðurskurðinn vera slíkan að aðgerðir sem hefðu áhrif á íþróttahátíðina væru vel réttlætanlegar.