Verkfall flugfreyja hjá Primera Air sem átti að hefjast klukkan sex í morgun hefur verið frestað til 2. október að því er RÚV greinir frá. Samþykkti Flugfreyjufélag Íslands að boða til verkfalls þar sem það telur að kjör flugliða félagsins eigi að vera samkvæmt íslenskum kjarasamningum þrátt fyrir að félagið sé skrásett og með flugrekstrarleyfi í Lettlandi.

Vélar félagsins eru leigðar til Íslands ásamt með áhöfn og segir því fyrirtækið íslenska kjarasamninga ekki eiga við um starfsmennina. Flugfreyjufélagið segir hins vegar að eignarhald og rekstur félagsins ráða því að íslenskir kjarasamningar eigi við.

Hefur Primera stefnt Flugfreyjufélaginu fyrir dóm þar sem úr þessu verðir skorið og hefur því verkfallinu verið frestað í þeirri von að búið verði að úrskurða í málinu þegar að því kemur.