Tæknimenn í Rafiðnaðarsambandinu, sem starfa hjá Ríkisútvarpinu undirrituðu nýjan kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Þar með var fjögurra daga verkfalli, sem hefjast átti í dag, afstýrt.

Samningurinn nær til um fimmtíu starfsmanna RÚV. Viðræðurnar höfðu verið í hnút síðan í mars. Upphaflega hugðust tæknimennirnir fara í fjögurra daga verkfall 26. mars og síðan aftur 9. apríl en ekkert varð úr því þar sem félagsdómur dæmdi atkvæðagreiðsluna um boðun verkfalls ólögmæta.

Ef af verkfalli hefði orðið hefðu útsendingar sjónvarps og útvarps að miklu leyti lagst af.