Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags segir að verkfalli félagsmanna verði ekki frestað þrátt fyrir að ríkið hafi komið með nýja tillögu í morgun. Vísir greinir frá.

Árni segir að „við getum ekki frestað verkfallinu, og það eru engar líkur á því. Verkfallið byrjar klukkan tólf í kvöld, það er algjörlega á hreinu“.

Stjórn SFR hvatti stjórnvöld til að skera á hnútinn í gær en verkfallið mun að óbreyttu ná til um sex þúsund félagsmanna. Verkfallið hefst á miðnætti í kvöld. Meðal þeirra stofnanna sem verkfallið mun hafa áhrif á eru verslanir ÁTVR, Háskóli Íslands, Landspítalinn (LSH), Ríkisskattstjóri og Sýslumannsembættin.