Kostnaður við að vinna niður aukningu á biðlistum sem hefur hlotist af verkfallsaðgerðum lækna mun kosta vera um 350 milljónir fyrir Landspítala. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Um er að ræða 700 skurðaðgerðir, 100 hjartaþræðingar, 800 myndgreiningarrannsóknir og 3.000 komur á dag- og göngudeildir sem hefur verið frestað vegna verkfallsins.

Aðspurður segist hann óttast að öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu haldi verkfallsaðgerðir áfram á nýju ári, eins og áætlað er af hálfu lækna.