Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að atkvæðagreiðsla um kosningu um verkfall meðal hótelþerna Eflingar á morgun hafi staðiðst lög. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallsboðunina þar sem þau töldu að að ekki væri heimilt að láta félagsmenn sem ekki voru að tóku þátt í verkfalli kjósa um verkfall.

Þá taldi SA að ekki hafi verið rétt staðið að málum þegar bíll á vegum Eflingar keyrði á milli hótela á höfuðborgarsvæðinu til að afla atkvæða. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að um heimildarákvæði væri að ræða þar sem heimilt væri að heimila einungis þeim sem taka þátt í verkfalli að kjósa um það en ekki skylda. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að kosning í Eflingarbílnum hafi ekki verið lögum samkvæmt. Einn dómari skilaði séráliti í málinu og taldi verkfallið ekki standast lög.

Verkfallið nær til hótela og gististaða á höfuðborgarsvæðinu, Kjósarsýslu að Botnsá, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og Ölfusi og hefst klukkan 10 á morgun og stendur til miðnættis. Verkfallið var samþykkt með 89% greiddra atkvæða en kjörsókn var 11%.

„Ég er sigri hrósandi og ótrúlega glöð. Það eru mín fyrstu viðbrögð og hreinu og sönnu,“ hefur RÚV eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar . „Þetta er kvennaverkfall. Haldið á alþjóðlegum baráttudegi verka- og láglaunakvenna. Þetta er söguleg staðreynd og ég hlakka afskaplega mikið til á morgun,“ segir Sólveig Anna um niðurstöðuna.