Félagsmenn í Eflingu og VR, sem starfa á hótelum eða sem rútubílsstjórar, eru í verkfalli sem nær til yfir 40 hótela á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Verkfallið stendur í sólarhring og lýkur á miðnætti.

Skólaakstur mun falla niður í Reykjavík vegna verkfall og en engar ferðir munu falla niður hjá strætó í dag [uppfært]. Þá er óvenju djúp lægð skammt suður á landinu og gætu frekari samgöngutruflanir orðið á Höfuðborgarsvæðinu vegna ofankomu og hvassviðris.

Deilt hefur verið um hvort verkfallið nái einnig til þeirra sem standa fyrir utan VR og Eflingu. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir í samtali við fréttastofu Vísis ekki líta svo á að verkfallboðunin ná út fyrir raðir VR og Eflingar. „Hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna,“ segir Björn.

Verkfallsverðir verða gerðir út í dag af SA og Eflingu til þess að fylgjast með og koma í veg fyrir að brotið sé á verkfallsaðgerðunum. Skv. upplýsingum frá Rúv hefur þeirra ekki orðið vart á BSÍ það sem af er degi.