*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 5. júlí 2018 15:01

Verkföll framundan hjá Ryanair

Flugliðar Ryanair sem eru með aðsetur á Ítalíu, Portúgal, Spáni og Belgíu, hafa boðað til verkfalla í lok júlímánaðar.

Ritstjórn
epa

Flugliðar lággjaldaflugfélagsins Ryanair sem eru með aðsetur á Ítalíu, Spáni og Belgíu, hafa boðað til verkfalla í lok júlímánaðar. Frá þessu er greint á vef BBC.

Ítölsku flugliðarnir ætla í verkfall í einn sólarhring þann 25. júlí næstkomandi, á meðan hinir flugliðarnir ætla í verkfall í tvo sólarhringa frá 25. júlí til 26. júlí. 

Stéttarfélög flugliðanna hafa hótað frekari aðgerðum ef írska flugfélagið kemur ekki til móts við kröfur flugliðanna. Stéttarfélögin gáfu út lista í gær þar sem kröfur flugliðanna eru settar upp ásamt skilmálum krafnanna.

Meðal þess sem flugliðarnir krefjast er að þeir fái launin sín greidd inn á bankareikning í sínu heimalandi, frekar en í Írlandi eins og tíðkast í dag.

Þetta fyrirhugaða verkfall flugliða er ekki eina verkfallið sem Ryanair þarf að hafa áhyggjur af, en fyrr í vikunni tilkynntu flugmenn sem eru fastráðnir starfsmenn Ryanair, að þær ætli í verkfall 12. júlí næstkomandi.  

Stikkorð: Ryanair verkfall
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is