Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hækkaði aðeins um 0,15% í maí. Til samanburðar spáir Íslandsbanki 7% raunhækkun íbúðarverðs á þessu ári, eins og fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag.

Greining Íslandsbanka segir í frétt sinni að ástæða þess hvað húsnæðisliður vísitölunnar hækkar lítið sé líklega verkfall lögfræðinga hjá Sýslumanni höfuðborgarsvæðis. Verkfallið hefur haft þær afleiðingar að engum kaupsamningum hefur verið þinglýst frá páskum. Það hafi þær afleiðingar að nýjar íbúðamælingar séu ekki teknar með í útreikningi vísitölu neysluverðs.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 1,6% . Verðþróun innfluttra vara og eldsneytis heldur áfram að vega til lækkunar neysluvísitölunnar, en húsnæði, þjónusta og innlendar vörur vega til hækkunar.

Nánar er fjallað um fasteignaverð í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .