Hrina verkfalla hófst á Spáni í morgun.  Verkföllin eru um allt land og er það í fyrsta skipti í átta ár sem verkföll eru svo útbreitt á Spáni. Verulega hefur hægt á almenningssamgöngum það sem af er degi og nokkuð hefur borið á skemmdarverkum og ofbeldi á götum úti.

Verkalýðsfélög eru með þessu að mótmæla niðurskurði ríkisstjórnar José Luis Rodríguez Zapatero og breytingum á vinnumarkaðslöggjöf Spánar.

Í tilkynningu sem stærsta verkalýðsfélag Spánar, Comisiones Obreras, sendi frá sér segir að næstum allir starfsmenn bílaframleiðenda séu komnir í verkfall.

Fyrir viku síðan var Zapatero á ferð í New York og reyndi að fullvissa markaðsaðila á Wall Street að Spánn væri á réttri leið í efnahagslegu tilliti.