Verkföll hafa ávallt gengt umdeildu hlutverki í samningaviðræðum á vinnumarkaði þó sumir líti á verkföll sem helgasta vopn verkalýðshreyfingarinnar. Nýleg verkfall grunnskólakennara hefur aftur vakið athygli á því að þessu vopni er enn beitt í ríkum mæli hér á landi. Til að ræða verkföll og helstu kenningar um þau kemur Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor við Háskóla Íslands, í þáttinn en hann hefur framkvæmt markvíslegar rannsóknir á íslenskum vinnumarkaði.

Í seinni hluta þáttarins verður haft samband við Höskuld Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, en nýjar spár gera ráð fyrir enn meiri fjölgun farþega í Leifsstöð en áður var gert ráð fyrir.