*

laugardagur, 29. janúar 2022
Erlent 1. desember 2015 15:00

Verkfræðingur yfirgefur Tesla og fer til Google

Mikil velta og eftirspurn er fyrir hæfileikaríkum verkfræðingum í Kísildal, og tæknirisar skiptast sín á milli á starfsfólki.

Ritstjórn
Creative Commons (CC BY-SA 3.0)

Verkfræðingurinn Robert Rose, sem hefur hingað til leitt teymi hjá Tesla Motors sem þróaði og hannaði Autopilot-kerfi bílframleiðandans, hefur nú yfirgefið rafbílafyrirtækið og hefur störf hjá Apple. Digital Trends segir frá þessu.

Autopilot-kerfi Tesla gerir bílum framleiðandans kleift að keyra sjálkrafa, bremsa og beygja, með hjálp tæknibúnaðar sem les og tekur inn umhverfið í kring um bílinn.

Netrisinn Google er hins vegar að þróa annars konar sjálfkeyrandi bíl. Hann er með gervigreindarkerfi sem gerir bílstjóranum kleift að halla sér aftur í sæti sínu, og verða í reynd að farþega fremur en bílstjóra.

Mikil eftirspurn er fyrir hæfum verkfræðingum í gervigreindar- og tækniþróun í Kísildal, þar sem vefleitarrisinn Google hannar sjálfkeyrandi bíla, meðan tæknirisinn Apple er orðaður við að vinna að eigin tegund af bifreið - en nýlega fór annar verkfræðingur frá Tesla til Apple.

Stikkorð: Apple Google Tesla Tækni Snjallbílar Gervigreind