Tap varð af starfsemi Verkfræðistofunnar Vista eftir að greiddur var út 7 millj­óna króna arður til hluthafa og tekjufærður skattafsláttur vegna nýsköpunar fyrir rúmar 6 millj­ónir. Vista hagnaðist um rúmar 10 milljónir árið 2015 en tap ársins 2016 nam hins vegar 77 þúsund krónum.

Rekstrartekjur félagsins drógust saman um 3,4% á árinu eða úr 162,7 milljónum króna í 158,2 millj­ónir. Eignir félagsins voru nokkuð svipaðar á milli ára en lækkuðu þó lítillega, úr 60 milljónum í 59 milljónir. Þá nam handbært fé í árslok 20163,6 milljónum króna.