Íslenska verkfræðifyrirtækið Verkís, gekk í dag frá stofnun OP-Verkís AS í Noregi. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins.

Í félaginu sameinast starfsemi félagsins Olafsen Prosjektadministrasjon AS og rekstur skrifstofu Verkís í Osló. Alls munu 12 manns starfa hjá þessu nýja dótturfélagi Verkís. Framkvæmdarstjóri sameinaða félagsins verður Kenneth A. Olafsen.

Fyrirtækið mun annast verkefna- og byggingastjórnun auk þess að vinna að hönnun í samstarfi við Verkís hf. Verkís hf. hefur hannað fjölda bygginga og samgöngumannvirkja í Noregi. Fyrirtækið hefur til að mynda selt þjónustu til Noregs fyrir meira en milljarð króna á ári undanfarin ár.

Samstarfið við OP-Verkís AS á að styrkja markaðssókn og stöðu Verkís á Noregsmarkaði. Blandaður hópur starfsmanna á einnig að byggja upp tengsl við viðskiptamenn í Noregi.