8,1 % verðmunur reyndist á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum í gær, þriðjudag.

Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði kr. 12.421 en dýrust í Nettó kr. 13.422, verðmunurinn er 1.001 krónur.

Þetta kemur fram á vef ASÍ í dag.

Þar kemur fram að vörukarfan samanstendur af 71 almennum neysluvörum til heimilisins ss. mjólkurvörum, osti, brauðmeti, morgunkorni ávöxtum, grænmeti, áleggi, kjöti, drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat ofl.

Við útreikning á verði vörukörfunnar er tekið mið af því hvar neytandinn fær mesta magn af ákveðnum matvöru fyrir sem lægst verð.

Af einstökum liðum í vörukörfunni er minnstur verðmunur milli verslana á mjólkurvörum og áberandi er að mun minni verðmunur er á þeim vörum sem seldar eru í sömu pakkastærð í öllum verslunum.

Sjá nánar á vef ASÍ. (pdf skjal)