Bank of America/Merril Lynch vinnur nú að því að útbúa útboðsgögn handa áhugasömum kaupendum um starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Kína. Er það liður í því að selja ákveðnar einingur út úr Icelandic eftir að hætt var við að selja erlenda starfsemi félagsins í heilu lagi til Triton fyrr á þessu ári. Í síðustu viku voru verksmiðjur í Þýskalandi og Frakklandi seldar. Gert er ráð fyrir að gögnin verði tilbúin í sumar. Þá verður tekin ákvörðun um hvort áhugasamir geti gefið sig fram og í framhaldinu boðið í starfsemina. Meðal áhugasamra um starfsemina í Bandaríkjunum er kanadíska félagið High Liner Foods. Brynjólfur Bjarnason er forstjóri Icelandic Group.