Verktakafyrirtæki Spennt ehf. var dæmt til að greiða undirverktakanum Stálbyggingum ehf., 4,2 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vongoldinna greiðslna vegna byggingar Fimleikahúss við Egilshöll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Auk þess er Spennt gert að greiða Stálbyggingum 1,2 milljónir króna í málskostnað.

Ingólf Sigurðsson, eigandi Stálbygginga, gerði tilboð í að reisa burðarvikri Fimleikahúss við Egilshöll sem var tekið. Síðar kom í ljós að Ingólfur var upptekinn við annað verk og því náðist samkomulag um að Ingólfur myndi aðstoða við reisingu burðarvirkis hússins og vera innan handar á sama tíma og stálbitar þess yrðu hífðir upp.

Vegna þessa að Ingólfur gat ekki haft jafn mikla viðveru við verkið og til stóð í upphafi töldu forsvarsmenn Spenntrar að lækka hefði átt fjárhæðina sem Stálbygginar fengju greitt fyrir verkið. Þá létu forsvarsmenn Spenntrar verkstjóra á byggingarstaðnum telja vinnustundir Ingólfs sem sagði þær hafa verið 91. Ingólfur mótmælti því og sagði þær hafa verið mun fleiri. Við vitnaleiðslu í málinu viðurkenndi verkstjórinn hins vegar að Ingólfur hafi oft verið mættur til vinnu á undan honum og unnið lengur en hann. Auk þess viti hann ekki hvort Ingólfur hafi unnið um helgar.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sýnt fram á vanefndir Stálbygginga og því ætti að greiða fjárhæðir í samræmi við það sem um hafi var samið.