Gengið hefur verið frá sölu á öllu hlutafé í verktakafyrirtækinu Háfelli ehf. Eiður H. Haraldsson og fjölskylda, sem rekið hafa félagið frá 1986, hafa selt allt sitt hlutafé til félags í eigu Skarphéðins Ómarssonar og Jóhanns Gunnars Stefánssonar. Eiður mun starfa áfram hjá félaginu í ráðgefandi hlutverki. Hinir nýju eigendur þekkja vel til í verktakastarfsemi auk þess sem Skarphéðinn hefur unnið með eigendum Háfells undanfarinn ár segir í frétt félagsins.

Háfell hefur starfað við fjölmörg vandasöm verkefni á undanförnum árum, þeirra langstærst er nú gerð Héðinsfjarðarganga í samvinnu við tékkneska fyrirtækið Metrostav sem lýkur árið 2009. Meðal verkefna Háfells á undanförnum árum má nefna tvöföldun Reykjanesbrautar, færslu Hringbrautarinnar 2005, endurgerð Sæbrautar 2007 auk fjölmargra stærri og smærri verka á svið vega- og gatnagerðar. Hjá Háfelli starfa um 60 manns með langa reynslu af flókinni mannvirkjagerð. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á sviði samgöngumála á næstu árum og felast í því mikil tækifæri að mati nýrra eigenda segir í frétt.

Nýr forstjóri félagsins, Skarphéðinn Ómarsson, "...er mjög ánægður með ná þessum áfanga, við ætlum að renna styrkari stoðum undir rekstur félagsins til að það haldi áfram að vaxa og dafna, eigendum og starfsmönnum til hagsbóta".

Fyrirtækjasvið KPMG hafi umjón með sölu félagsins.