Verktakar í Perú eyðilögðu 4000 gamlan píramída síðustu helgi. Pýrmídinn stóð rétt fyrir utan Líma. Verktakarnir notuðu þungavinnuvélar til að rífa pýramídann niður en hann var 6 metrar að hæð og stóð á elsta fornminjasvæði í landinu. Þeir ætluðu sér að byggja íbúðarhús á svæðinu.

Rafael Varon, aðstoðarráðherra menningarmála í Perú, sagði í samtali við fjölmiðla að yfirvöld í Perú væru búin að tilkynna skemmdarverkið til lögreglunnar og tvö fyrirtæki, Alisol og Provelanz, bæru þar ábyrgð. Búið er að leggja hald á þungavinnuvélarnar.

Ráðherra ferðamála sagði að svæðið sem píramídinn stóð á, hefði verið byggt upp fyrir 4000 árum og hefði risið löngu fyrir daga Inkana. Atvikið hefur verið fordæmt víða í Perú. The Telegraph fjallar um málið í dag.