*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 23. október 2007 11:28

Verðlagning Spron há á hlutabréfamarkaði

að mati greiningardeildar Glitnis

Ritstjórn

Verðlagning Spron á hlutabréfamarkaði er há, að mati greiningardeildar Glitnis. 

Þetta er fyrsti dagur Spron á hlutabréfamarkaði. Félagið var ekki að sækja sér fé á markað og því var ekkert útboðsgengi. Gengi félagsins er 17,1 krónur á hlut, sem samsvarar um 86 milljarða króna markaðsvirði. 

“V/I hlutfall SPRON er því um 2,2 miðað við áætlaða 39 milljarða króna stöðu eigin fjár í dag. Til samanburðar liggur V/I hlutfall íslensku viðskiptabankanna á bilinu 2,4-2,7 í dag.Tekjusamsetning viðskiptabankanna er hinsvegar heilbrigðari þar sem gengismunur skipar mun lægri sess í tekjumyndun þeirra," segir greiningardeild Glitnis. 

“Auk þess er arðsemi grunnstarfsemi (e. core income) viðskiptabankanna mun hærri. Við teljum því að V/I hlutfall SPRON sé hátt í samanburði við íslensku viðskiptabankanna,” segir hún.