Greinilegt er að verðlækkanir í kjölfar verðstríðs lágvöruverslana síðasta vor eru að engu orðnar, segir ASÍ og benda samtökin á að frá því í júlí síðastliðnum hefur dagvara hækkað um 6% en fyrstu sex mánuði síðasta árs lækkaði hún um 8%.

ASÍ bendir jafnframt á að mun meiri verðbólga mælist í janúar en spáð hefði verið um, en hún mælist nú 4,4% samkvæmt nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands.

?Fastlega má gera ráð fyrir að verðbólga verði áfram vel yfir 4,0% á næstu mánuðum. Þegar útsöluáhrifin ganga til baka má búast við að verðbólga aukist enn frekar" segir ASÍ.