Greiningardeild Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Bakkavör í 60 krónur á hlut úr 55,5 krónum. Gengi félagsins á markaði er 60,4 krónur á hlut og hefur hækkað um 0,67% það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

?Ráðlegging okkar til fjárfesta er að halda bréfum í félaginu horft til langs tíma. Markgengi (e. target price) er 65,0 en það er spá okkar um hvar gengi bréfa í félaginu standi að sex mánuðum liðnum.

Helstu ástæður fyrir hækkuðu verðmatsgengi eru góðar rekstrarhorfur, hækkun á GBP/ISK gengiskrossi og lægri ávöxtunarkrafa,? segir greiningardeildin.