Talsmaður neytenda leggur til að nöfn þeirra fyrirtækja, sem ekki verðmerka vörur sýnar, verði birt opinberlega. Kæmi það til viðbótar viðurlaga við slíkum brotum.

Einnig eru lögð til takmörk við tíðni verðbreytinga á opnunartíma verslana. Samræma þarf hilluverð og kassaverð verðskynjun neytenda.

Frá þessu er greint á vef talsmanns neytenda.

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, fagnar nýjum og heildstæðum reglum um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar. Segir Gísli að nauðsynlegt sé að eftirlit með slíkum reglum sé virkt enda séu þær mikilvægar fyrir hagsmuni og réttindi neytenda.

Í umögn sinni bendir talsmaður neytenda á að verðmerkingar skuli vera skýrar og skilmerkilegar.

Verðmerking skal vera „beint fyrir ofan eða neðan vörur en ekki til hliðar og ekki ofar eða neðar en svo að verðmerkingar séu ávallt í sjónhæð neytenda.“ Mikilvægt er að þetta sé virt .

Í umsögninni segir að algengt sé að verð sé fjarlægt vöru, annað hvort nærri gólfi eða mjög hátt uppi eða til hliðar.

Hér má lesa umsögn talsmanns neytenda.